Trúnaðarmannanámskeið á haustönn

Myndin var tekin fyrr á árinu þegar fyrsta námskeiðið eftir nýja skipulaginu fór fram.
Myndin var tekin fyrr á árinu þegar fyrsta námskeiðið eftir nýja skipulaginu fór fram.

Vert er að benda trúnaðarmönnum félagsins aftur á að búið er að raða niður trúnaðarmannanámskeiðum næsta vetur, þ.e. á haustönn. Námskeiðin verða bæði kennd í staðnámi og rafrænt á netinu. 

  • Staðnám (Námskeiðin fara fram í sal Einingar-Iðju, Skipagötu 14 á Akureyri, þegar um staðnám er að ræða)
    • Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða - 19. september 2024 milli kl. 9 og 14
    • Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir - 20. september 2024 milli kl. 9 og 14
    • Lestur launaseðla og launaútreikningar - 24. október 2024 milli kl. 9 og 14
    • Samskipti á vinnustað - 25. október 2024 milli kl. 9 og 14
    • Að koma máli sínu á framfæri - 21. nóvember 2024 milli kl. 9 og 14
    • Samningatækni - 22. nóvember 2024 milli kl. 9 og 14
  • Fjarnám - í gegnum Zoom (Nemendur fá sendan hlekk inn á Zoom degi áður en námskeið hefst)
    • Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn - 1. október 2024 milli kl. 9 og 12
    • Sjálfsefling - 5. nóvember 2024 milli kl. 9 og 12
    • Vinnuréttur  - 12. nóvember 2024 milli kl. 9 og 12
    • Túlkun talna og hagfræði - 2. desember 2024 milli kl. 9 og 12

Í byrjun árs 2024 var tekið í notkun nýtt skipulag við kennslu á trúnaðarmannanámskeiðum félagsins. Námið er nú 12 sjálfstæðar einingar í stað fjögurra hluta þar sem nokkrar námseiningar voru kenndar saman. Sex námskeiðanna eru kenndir í fjarnámi en hin sex í staðnámi. Staðnám verður nú tveir dagar í senn (í stað þriggja daga áður), en hvor dagur er eitt námskeið. Það þarf að skrá sig á báða dagana ef viðkomandi trúnaðarmaður ætlar að sitja bæði námskeiðin.

Sjá nánar um trúnaðarmenn og næstu námskeið hér

Skráning á námskeið fer fram á vef Félagsmálaskólans.