Tökum til hendinni: staða og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar

Klukkan 11:45 á morgun, miðvikudaginn 27. september 2023, mun Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins kynna á vefnum niðurstöður um stöðu þeirra sem starfa við ræstingar þar sem greint verður frá fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, líkamlegri- og andlegri heilsu, starfstengdri kulnun og réttindabrotum á vinnumarkaði.

Viðburðurinn er á vegum: Varða - rannsóknastofnun vinnumarkaðarinsAlþýðusamband Íslands - ASÍ og BSRB

Hlekkur á fundinn sem verður rafrænn á Zoom

Verkefnið var styrkt af Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar.