Vinnueftirlitið stendur fyrir aðgerðavakningunni #Tökum höndum saman: Grípum til aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins segir að markmið hennar er að hvetja vinnustaði til að stuðla að heilbrigðri vinnustaðamenningu og huga að forvörnum og viðbrögðum við áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu.
Kynnt eru til sögunnar tvö ný fræðslumyndbönd annarsvegar um kynbundna áreitni í vinnuumhverfinu og hinsvegar um ofbeldi í vinnuumhverfinu. Myndböndin bætast við önnur myndbönd, verkfæri og fræðsluefni um einelti, áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu sem Vinnueftirlitið hefur unnið í samvinnu við samtök aðila vinnumarkaðarins, embætti landlæknis og Jafnréttisstofu.
Allt efnið er aðgengilegt hér á vefnum á bæði íslensku og ensku.
Vinnueftirlitið hvetur stjórnendur og starfsfólk til að kynna sér efnið og stuðla að heilbrigðri vinnustaðamenningu þar sem einelti, áreitni og ofbeldi fær ekki þrifist.