1. maí er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks. Árleg áminning um mátt samstöðu og nauðsyn áframhaldandi baráttu fyrir réttlæti og mannsæmandi lífskjörum fyrir alla. Eining-Iðja sendir félagsmönnum sem og landsmönnum öllum hátíðar- og baráttukveðjur í tilefni dagsins.
Yfirskrift 1. maí í ár er Byggjum réttlátt þjóðfélag.
Vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu er ekki hægt að bjóða upp á hefðbundnar hátíðarsamkomur 1. maí í ár og því standa stéttarfélögin við Eyjafjörð fyrir dagskrá á sjónvarpsstöðinni N4 kl. 13:00 í dag. Þáttinn má sjá hér, á Youtube rás N4. Í þættinum er rætt við fulltrúa státtarfélaganna um starfsemina og baráttumál. Þá stígur norðlenskt tónlistarfólk á stokk.