Til hamingju með daginn

Myndin er tekin á Kvennafrídaginn 2023, en 24. október það ár voru konur hvattar til að leggja niður…
Myndin er tekin á Kvennafrídaginn 2023, en 24. október það ár voru konur hvattar til að leggja niður vinnu í tilefni kvannaverkfalls 2023.

Kvenréttindadagurinn er haldinn hátíðlegur 19. júní ár hvert. Þá er því meðal annars fagnað, að þennan dag, árið 1915, fengu konur, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Aldurstakmarkið skyldi lækka um eitt ár næstu fimmtán árin þar til 25 ára aldri væri náð, en það var aldurstakmark kosningabærra karlmanna. Þetta ákvæði var fellt úr gildi árið 1920. Eftir það hafa konur og karlar notið sama réttar við kosningar til Alþingis

Eining-Iðja óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum til hamingju með daginn.