Þórey Sigurjónsdóttir hóf störf hjá félaginu í dag sem nýr þjónustufulltrúi í Fjallabyggð. Netfangið hennar er thorey@ein.is Opnunartími skrifstofunnar í Fjallabyggð er alla daga frá kl. 9:00 til 16:00, en lokað verður á morgun þar sem Þórey verður þá á skrifstofunni á Akureyri.
Margrét Jónsdóttir sem gegnt hefur starfi þjónustufulltrúa félagsins í Fjallabyggð frá 1. janúar 2008, þegar félagar í almennu deild Vöku gengu til liðs við Einingu-Iðju, ákvað að segja starfi sínu lausu fyrr á árinu. Margrét var einnig svæðisfulltrúi félagsins í Fjallabyggð til fjölda ára og því í stjórn Einingar-Iðju. Félagið þakkar Margréti fyrir hennar góðu störf fyrir félagið allan þennan tíma og óskar henni velfarnaðar.
Þar sem Margrét þurfti að fara í leyfi um óákveðinn tíma frá 27. mars sl. var Halldóra Þormóðsdóttir fengin til að leysa hana af tímabundið til að halda skrifstofunni opinni. Halldóra endaði svo með að standa vaktina alveg þar til Þórey mætti til starfa og þakkar félagið Halldóru fyrir hennar störf.
Eining-Iðja býður Þóreyju velkomna í starfsmannahópinn.