Þjónustufulltrúi í Fjallabyggð - umsóknarfrestur rennur út í dag

Vert er að minna á að umsóknarfrestur um þetta starf rennur út í dag, mánudaginn 6. mars 2023.

Hefur þú áhuga á málefnum vinnumarkaðarins? Eining-Iðja leitar að öflugum starfsmanni í lifandi og fjölbreytt 80% starf þjónustufulltrúa á skrifstofu félagsins í Fjallabyggð. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þjónusta og samskipti við félagsmenn
  • Símsvörun og úrvinnsla fyrirspurna
  • Samskipti við séttarfélög, stofnanir og aðra hagsmunaaðila
  • Ýmis önnur verkefni í samráði við yfirmenn

Þekkingar- og hæfnikröfur

  • Haldgóð reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi
  • Góð tölvukunnátta og áhugi á nýjungum og lausnum
  • Framúrskarandi hæfni og lipurð í samstarfi og samskiptum
  • Sjálfstæði, frumkvæði, skipulagshæfni og vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni
  • Góð færni í íslensku og ensku, kostur ef talar og/eða skilur fleiri tungumál

Félagsvæði Einingar-Iðju nær frá Fjallabyggð að vestan til Grýtubakkahrepps að austan ásamt Hrísey og Grímsey. Félagið heldur úti öflugri þjónustu fyrir félagsmenn og leitast er við að tryggja þeim sem bestan aðgang að upplýsingum og þjónustu. Fjórtán starfsmenn starfa hjá félaginu á skrifstofum félagsins á Akureyri, Dalvík og í Fjallabyggð. 

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2023. 

Sækja um

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda. 

Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is og Telma Eiðsdóttir; telma@mognum.is.