Þingi ASÍ frestað fram á næsta ár

Þingi Alþýðusam­bands Íslands hef­ur verið frestað fram á næsta vor. Þing­full­trú­ar greiddu at­kvæði um til­lögu þess efn­is í morg­un.

Þingið, sem hef­ur verið í upp­námi eft­ir uppá­komu gær­dags­ins þegar formaður VR, formaður Eflingar og formaður VLFA og SGS hættu við framboð til miðstjórnar ASÍ og gengu út ásamt flest­um þing­full­trú­um fé­lag­anna, hófst klukk­an tíu en sam­kvæmt dag­skrá átti stjórn­ar­kjör að fara fram eft­ir há­degi.

Til­kynn­ing um hvenær nýtt þing verði boðað verður send út í lok apríl á næsta ári.

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir að það sé slæmt að þetta hafi farið svona. ,,Stundum hlaupa menn út í reiði en það er alltaf hægt að snúa við og koma inn aftur síðar. Auðvitað voru skiptar skoðanir um þessa niðurstöðu varðandi frestunina innan okkar hóps, en svona virkar lýðræðið. Meirihlutinn ræður. Ég tel að frestunin sé farsæl lausn til að reyna að ná sambandinu saman á ný."