Fyrr í morgun komu góðir gestir í heimsókn á skrifstofu félagsins á Akureyri. Á ferð voru fjórir nemendur úr Þelamerkurskóla, tveir úr níunda bekk og tveir úr tíunda bekk, sem voru að lesa upp úr nýjum jólabókum fyrir starfsfólk fyrirtækja.
Nemendurnir eru á ferðinni í miðbæ Akureyrar og lesa upp í nokkrum fyrirtækjum. Að sögn kennara þeirra er alltaf gott þegar skólar og fyrirtæki geta unnið saman að því að gera góða nemendur betri. „Þessi upplestur er hugsaður sem uppbrot á hefðbundinni kennslu með því að leyfa nemendum að fara um og æfa sig í framsögn, framkomu og lestri.“ Að lestri loknum fær kennarinn svo upplýsingar um frammistöðuna svo hægt verði að meta þetta inn í skólann.