Styrkur til hjálparstarfs vegna komu flóttafólks frá Úkraínu

Stjórn Einingar-Iðju samþykkti samhljóða á fundi í gær að veita Rauða krossinum styrk að upphæð kr. 700.000 til hjálparstarfs vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. 

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir að algjör einhugur hafi verið í stjórn félagsins með þessa ákvörðun. "Það er hræðilegt að fylgjast með ástandinu í Úkraínu og ekki annað hægt en að fordæma innrás Pútins á landið þar sem verið er að ráðast á fullvalda ríki í Evrópu. Gríðarlegur straumur flóttafólks er frá landinu, meðal annars til Íslands. Stjórn Einingar-Iðju tók þá sameiginlegu ákvörðun að veita Rauða krossinum á Íslandi styrk að upphæð kr. 700.000 til að nota við að aðstoða flóttafólkið frá Úkraínu sem hingað kemur."