Á síðasta fundi stjórnar sjúkrasjóðs var samþykkt að breyta tveimur styrkjum sem greiddir eru úr sjúkrasjóði félagsins. Um er að ræða styrki vegna sjúkraþjálfunar eða sjúkranudds og vegna viðtala við sálfræðinga eða geðlækna.
Breytingin felur í sér að hætt er að telja bæði skipti og hámark eins og áður var gert. Nú er einungis miðað við hámarkskostnað á hverju almanaksári.
Breytingin tók gildi þann 1. apríl sl.