Styrkir úr sjúkrasjóði - breytingar

Á síðasta fundi stjórnar sjúkrasjóðs var samþykkt að hækka og breyta nokkrum styrkjum sem greiddir eru úr sjúkrasjóði félagsins. Styrkir sem breytast eru vegna gleraugnaglerja, heyrnartækja og líkamsræktar. Einnig var bætt við einum styrk, en nú er kominn sérstakur styrkur vegna dvalar á Heilsustofnuninni í Hveragerði.

Þá var ákveðið að eldri félagsmenn eigi rétt til að sækja um styrki í sjúkrasjóð í fimm ár eftir að þeir hætta störfum, í stað tveggja áður.

Eftirfarandi breytingar voru samþykktar og gilda frá og með 1. janúar sl. 

* Nýr styrkur.
** Allir styrkir gilda í 5 ár eftir að fólk hættir að vinna en þó ekki eftir 75 ára aldur viðkomandi. Var áður 2 ár.