Heildarsamtök stéttarfélaga, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, og Virk hafa tekið höndum saman til að auka þekkingu og bæta móttöku þolenda kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustöðum, bæði hvað varðar andlegan stuðning sem og ráðgjöf varðandi lagaleg og kjarasamningsbundin atriði. Verkefninu verður hrundið úr vör með málstofu á morgun, 10. október, sem ætluð er starfsfólki stéttarfélaganna og VIRK.
Frá félaginu fara sex starfsmenn á þessa málstofu, Arnór, lögfræðingur og þjónustufulltrúi, Rut þjónustufulltrúi og VIRK fulltrúarnir fjórir; Helga Þyri, Katla, Kristín og Nicole.
- Inngangserindi
- Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK
- Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
- Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum í ljósi kynjaðra og samtvinnaðra valdatengsla í samfélaginu
- Finnborg Salome Steinþórsdóttir, aðjúnkt í kynjafræði við stjórnmálafræðideild HÍ
- Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum kvenna á Íslandi
- Dr. Edda Björk Þórðardóttir, lektor við Læknadeild Háskóla Íslands
Kaffihlé
- Myndband: Kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi gagnvart fötluðu fólki
- Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, aktívisti og doktorsnemi
- Öryggi á vinnustöðum - reglur um kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi
- Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB
Hádegismatur
- Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis
- Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar
- Myndband: Kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki
- Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Samtakanna ´78
- Móttaka þolenda, leiðbeiningar
- Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir, lögfræðingur ASÍ
- Myndband: Kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi gagnvart innflytjendum
- Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og málefnum innflytjenda hjá ASÍ
Kaffipása
- Áföll og áfallasamtalið
- Agnes Björg Tryggvadóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði og teymisstjóri áfallateymis Landspítalans
- Samantekt á deginum
- Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, stýrir málstofunni.