Starfshópur um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði hefur lokið störfum og kynnt niðurstöður sínar á fundi Þjóðhagsráðs. Tillögur hópsins ná til aukinnar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, endurbætts húsnæðisstuðnings og aukinnar verndar fyrir leigjendur.
Tillögurnar sem hópurinn leggur fram eru alls 28 talsins og er skipt í sjö málaflokka. Áhersla er lögð á aukið framboð á íbúðarhúsnæði og húsnæðisöryggi. Kveðið er á um rammasamning um byggingu 4.000 íbúða árlega næstu fimm árin og 3.500 íbúða árlega næstu fimm ár, þar á eftir. Þar mun félagslegt húsnæði verða 5% nýrra íbúða, og hagkvæmt húsnæði verða sem næst 30% nýrra íbúða. Húsnæðisstuðningur af hálfu hins opinbera verður endurskoðaður með það að markmiði að tryggja viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Þá verði húsaleigulög endurskoðuð þannig að leigjendur njóti aukinnar verndar.
„Það er ljóst að umbætur í húsnæðismálum er ein forsenda kjarasamningsgerðar í haust,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ en að áfanga sé náð með tillögum hópsins.
Mikil samstaða var í hópnum sem var skipaður þverfaglega með fulltrúum hins opinbera og aðilum vinnumarkaðarins, en eftirtaldir skipuðu starfshóp um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði: