Starfslokanámskeið í lok mars

Síðast hélt félagið starfslokanámskeið í febrúar 2020 og var mjög góð þátttaka í því.
Síðast hélt félagið starfslokanámskeið í febrúar 2020 og var mjög góð þátttaka í því.

Eining-Iðja, í samvinnu við SÍMEY, stendur fyrir starfslokanámskeiði fyrir félagsmenn sína í lok mars. Námskeiðið er ætlað þeim sem nálgast eftirlaunaaldur með það að markmiði að fræða viðkomandi um rétt sinn og leiðbeina við starfslok. Síðast hélt félagið námskeið sem þetta í febrúar 2020. 

Námskeiðið, sem er frítt fyrir félagsmenn, verður haldið dagana 28. og 30. mars 2023. Námskeiðið fer fram í húsnæði SÍMEY á Akureyri, Þórsstíg 4, og stendur yfir milli frá kl. 17:00 til 20:00 báða dagana. 

Síðasti skráningardagur er 24. mars. Skráning á námskeiðið er hér á heimasíðu SÍMEY.

 Dagskrá er eftirfarandi: