Sl. þriðjudag hófst starfslokanámskeið sem félagið heldur í samvinnu við SÍMEY. Námskeiðið er fyrir félagsmenn sem eru að nálgast eftirlaunaaldur með það að markmiði að fræða viðkomandi um rétt sinn og að leiðbeina við starfslok. Námskeiðið tekur tvo daga, milli kl. 16:30 og 20:00, seinni hlutinn fer fram í kvöld.
Frítt var á námskeiðið fyrir félagsmenn Einingar-Iðju og skráðu 25 sig á það að þessu sinni.
Fjölbreytt dagskrá var í boði og hér fyrir neðan má sjá fyrirlestrana.