Nú þegar haustið nálgast sér fyrir endann á árstíðarbundnum sumarstörfum af margvíslegu tagi. Starfslokum fylgir uppgjör á launum og öðrum greiðslum, svo sem orlofi.
Mikilvægt er að fara yfir útreikninga og gæta þess að allar greiðslur séu í samræmi við kjarasamninga og ráðningarkjör.
Ef einhver vafi vaknar um að greiðslur séu réttar eða eitthvað er óljóst hvetjum við alla til að hafa samband við félagið og fá upplýsingar og aðstoð.
Rangur launaútreikningur er allt of algengur og því nauðsynlegt fyrir launafólk að fara yfir alla launaseðla og tryggja að laun og greiðslur séu rétt reiknaðar og frágengnar.
Upphæð félagsgjalda og nafn stéttarfélags á að koma fram á launaseðli. Eining-Iðja hvetur félagsmenn til að fara inn á Mínar síður Einingar-Iðju þar sem á auðveldan hátt má sjá yfirlit yfir greiðslur iðgjalda til félagsins.