Vert er að benda félagsmönnum sem greiða í Stapa lífeyrissjóð á eftirfarandi frétt sem birtist fyrr í dag á heimasíðu sjóðsins.
Á næstu dögum berast sjóðfélögum Stapa yfirlit með upplýsingum um iðgjaldahreyfingar frá útsendingu síðasta yfirlits. Yfirlitin eru nú þegar aðgengileg á sjóðfélagavef.
Stapi brýnir fyrir sjóðfélögum að bera iðgjaldagreiðslur saman við launaseðla. Ef upplýsingar um iðgjöld vantar á yfirlitið er áríðandi að tilkynna það til sjóðsins innan 60 daga frá dagsetningu yfirlitsins.
Mikilvægt er að yfirfara hvort launagreiðandi skili inn mótframlagi í samræmi við kjarasamning. Hlutfallstala iðgjalds og mótframlags birtist fyrir aftan nafn launagreiðanda á yfirlitunum. Ef sjóðfélagi er ekki viss um hvert mótframlagið á að vera er rétt að hafa samband við viðeigandi stéttarfélag.
Stapi gaf út nýtt fréttabréf á dögunum en í því er meðal annars fjallað um breytingar á lögum um kaup á fyrstu íbúð, stöðu mála varðandi ÍL sjóð og margt fleira.
Vinsamlega hafið samband við sjóðinn ef frekari upplýsinga er óskað. Hægt er að senda beiðni á stapi@stapi.is eða hafa samband við okkur í síma 460-4500 til að fá aðstoð.