Á vef Stapa lífeyrissjóðs má finna eftirfarandi frétt þar sem sagt er frá því að þann 1. janúar sl. tóku gildi breytingar á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða sem hafa m.a. þau áhrif að:
Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð hækkar í 15,5%.
Tölvupóstur hefur verið sendur á þá launagreiðendur sem eru með skráð netfang hjá Stapa og mótframlag hækkar hjá frá áramótum.
Heimilt er að ráðstafa tilgreindri séreign skattfrjálst til kaupa á fyrstu fasteign að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Nánari upplýsingar um þetta ákvæði er að finna í reglugerð sem gefin var út við gildistöku laganna og á vefsíðu Skattsins. Á vefsíðu Stapa eru upplýsingar um tilgreinda séreign.
Séreign af lágmarksiðgjaldi er ekki undanþegin skerðingu greiðslna frá TR.
Þetta ákvæði gildir ekki um hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnað.
Sjóðfélagar sem hófu töku lífeyris hjá almannatryggingum fyrir gildistöku laganna eru þó undanþegnir, þ.e. útborganir þeirra úr séreignarsjóði munu almennt ekki skerða greiðslur frá almannatryggingum.
Aðrar breytingar sem voru gerðar á lögunum og frekari útskýringar er að finna á upplýsingasíðu Stapa.