Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins kynnir niðurstöður um stöðu foreldra barna á aldrinum 12 mánaða til 12 ára. Kynningin fer fram kl 11:00 á morgun, þriðjudaginn 28. nóvember, í Reykjavík en einnig verður sent út frá fundinum í beinu streymi.
Meðal annars verður fjallað um hvernig foreldrum gengur að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf, hvernig brugðist er við frí- og starfsdögum í skólastarfi barna og hvernig umönnun barna er háttað eftir að fæðingarorlofi líkur.