Vert er að benda félagsmönnum á að í þættinum Sögur af landi á Rás 1 í dag brugðu þáttastjórnendur sér m.a í orlofsbyggðina á Illugastöðum í Fnjóskadal og ræddu þar við hjónin Jón Þóri Óskarsson og Hlíf Guðmundsdóttir en þau hafa haft umsjón með orlofsbyggðinni frá því þau voru aðeins 19 ára gömul. Þau munu láta formlega af störfum í byggðinni í lok þessa mánaðar eftir tæplega 50 ára störf fyrir stéttarfélögin.
Þáttinn má finna hér en viðtalið við Jón og Hlíf hefst á mín 32:30