Söfnun fyrir jólaaðstoð 2022

Fjáröflun vegna jólaaðstoðar er hafin en aðstoðin verður eins og undanfarin ár samstarfsverkefni fjögurra samtaka, Mæðrastyrksnefndar, Rauða krossins, Hjálpræðishersins og Hjálparstarfs kirkjunnar. Samstarfið hefur gengið mjög vel og hafa félögin stofnað Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis þar sem samstarfið er nú á ársgrundvelli en ekki einungis fyrir jólin.

Söfnunarféð er notað til kaupa á gjafakortum sem einstaklingar geta verslað mat fyrir. Samtals fengu 410 fjölskyldur og einstaklingar jólaaðstoð árið 2021. Á árinu 2022 hefur orðið mikil fjölgun umsókna og búast má við því að jólaaðstoðin verði engin undantekning á því. Mörg heimili á Eyjafjarðarsvæðinu eru illa stödd fjárhagslega og þurfa á aðstoð að halda.

Því má gera ráð fyrir miklum fjölda umsókna um jólaaðstoð árið 2022. Stjórn velferðarsjóðsins þakkar fyrirtækjum, einstaklingum og samtökum fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum árin og vonast eftir góðum viðtökum þetta árið. 

Þeim sem vilja styrkja jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis er bent á söfnunarreikning og kennitölu Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis.

Kt. 651121-0780
Rn. 0302-26-003533

Stjórn Velferðarsjóðs á Eyjafjarðarsvæðinu vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem leggja starfinu lið. Án þessa mikla velvilja í samfélaginu væri ekki hægt að styrkja efnaminni heimili á svæðinu með þeim hætti sem nú er gert. Ykkar stuðningur er ómetanlegur.