Myndin er tekin í dagsferð félagsins í fyrra þar sem farið var um Bárðardal inn í Laugafell og niður í Skagafjörð.
Vert er að minna á að nú stendur yfir skráning í tvær ferðir sem Eining-Iðja er með í boði sumarið 2024.
Það er ekki eftir neinu að bíða með að skrá sig fyrir félagsfólk sem hug hafa á að fara með.
Kíkið við á skrifstofur félagsins eða hringið í síma 460 3600 og látið skrá ykkur ef áhugi er fyrir hendi.
Dagsferð fyrir eldri félagsmenn - Þriðjudaginn 2. júlí - kr. 8.000
- Lagt verður af stað frá Akureyri kl. 9:00 og ekið austur til Húsavíkur. Þaðan verður haldið Tjörnesið austur í Ásbyrgi og svo verður farið upp að Dettifossi að sunnan. Þaðan haldið í Mývatnssveit og síðan til Akureyrar. Snæddur verður hádegisverður í nágrenni Ásbyrgis og kaffi drukkið á Laugum
- Ferðin kostar kr. 8.000 á mann. Greiða þarf fyrir ferðina í síðasta lagi mánudaginn 24. júní á skrifstofum félagsins. Hægt er að hringja í síma 460 3600 til að fá upplýsingar með að millifæra.
Dagsferð í Kerlingarfjöll - Laugardaginn 24. ágúst - kr. 10.000
- Farið verður í dagsferð í Kerlingarfjöll laugardaginn 24. ágúst 2024. Tekið skal fram að þetta er löng dagleið, ekki innan við 13 tíma ferð, og vegir ekki góðir hluta leiðarinnar. Farið verður eins og leið liggur í Blöndudal og þaðan suður Kjöl í Kerlingarfjöll með viðkomu á ýmsum stöðum, m.a. Hveravöllum.
- Hámarksfjöldi er 90 manns.
- Hafa þarf með sér nesti fyrir allan daginn.
- Farið verður með rútu frá Akureyri kl. 8:00.
- Leiðsögumaður verður með í för.
- Ferðin kostar kr. 10.000 á mann. Greiða þarf fyrir ferðina í síðasta lagi föstudaginn 16. ágúst á skrifstofum félagsins. Hægt er að hringja í síma 460 3600 til að fá upplýsingar með að millifæra.
- Innifalið er akstur, leiðsögn og áningargjöld.