Við biðjum félagsmenn að skoða vel punktastöðuna sína á Mínum síðum félagsins.
Við yfirfærslu punkta í nýja kerfið þá virðist vera sem sumir punktar hafi farið rétt inn en hjá sumum fór bara hluti punkta og hjá öðrum ekki neitt.
Þegar umsóknarferli lýkur þá verður farið yfir punktastöðu þeirra sem sóttu um og lagað það sem laga þarf, en til að flýta því ferli væri fínt að fá sendar ábendingar með nafni og kennitölu til asgrimur[@]ein.is eða með því að hringja í 460 3600.