Á vef ASÍ segir að skattbyrði launa hækkaði á síðustu áratugum, mest hjá tekjulægri hópum. Ástæðan fyrir því er að persónuafsláttur hækkaði ekki til jafns við laun. Þegar laun hækka umfram persónuafsláttur eykst skattbyrði, nefnd skattskrið. Sem dæmi má nefna að skattbyrði lægstu launa á vinnumarkaði var 3,5% árið 1999. Skattbyrði lægstu launa var hæst 18% árið 2019.
Fram að síðustu áramótum fylgdi persónuafsláttur verðlagi. Til að draga úr áhrifum skattskriðs var sú breyting gerð um síðustu áramót að viðmiðunarfjárhæðir (persónuafsláttur og þrepamörk) skattkerfisins fylgi framvegis breytingu á vísitölu neysluverðs að viðbættu mati um langtímaþróun framleiðni. Ætlunin var að koma böndum á skattskrið raunlauna og viðhalda svokallaðri sjálfvirkri sveiflujöfnun tekjuskattskerfisins. Er þar brugðist við gagnrýni ASÍ á hækkun á skattbyrði lægstu tekna undanfarna áratugi en - ein af kröfunum við gerð kjarasamninganna 2019 var að því fyrirkomulagi yrði breytt.