Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar sem snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Á vef Stjórnarráðs Ísland má m.a. finna eftirfarandi upplýsingar um helstu efnisatriði breytinganna en nánari upplýsingar um einstakar breytingar má finna í greinargerðum viðkomandi lagafrumvarpa á vef Alþingis.
Breytingar verða á tekjuskatti einstaklinga og útsvarsprósentum sveitarfélaga um áramótin í kjölfar þess að undirritað var fjórða samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Í breytingunni felst varanleg tilfærsla fjármuna sem nema 6 ma.kr. árlega frá ríki til sveitarfélaga. Gagnvart einstaklingum verður því engin breyting á skattbyrði, að því gefnu að sveitarfélag breyti útsvari sínu til samræmis við hækkun hámarksútsvars.
Samkvæmt lögum um tekjuskatt í upphafi hvers árs hækka persónuafslátt og þrepamörk tekjuskatts einstaklinga sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði að viðbættu mati á langtímaframleiðni. Miðað er við 1% árlega aukningu framleiðni og er það mat tekið til endurskoðunar á 5 ára fresti, næst fyrir áramótin 2027-2028. Hækkun vísitölu neysluverðs liggur nú fyrir og nemur hún 7,7% á 12 mánaða tímabili. Heildarhækkun viðmiðunarfjárhæða verður því 8,8%.
Í töflunni hér að neðan má sjá skattprósentur, skattleysismörk, persónuafslátt og þrepamörk fyrir árin 2023 og 2024, en þær eru birtar með þeim fyrirvara að ekki liggur fyrir endanlegt meðalútsvar.
*að teknu tilliti til lögbundinnar iðgjaldsgreiðslu launþega í lífeyrissjóð (tafla fyrir neðan)
• Gögn málsins á Alþingi
Tekjuskattur einstaklinga |
2023 |
2024 |
Prósenta í 1. þrepi: |
31,45% (þar af 14,67% útsvar) |
31,48% (þar af 14,93% útsvar) |
Prósenta í 2. þrepi: |
37,95% (þar af 14,67% útsvar) |
37,98% (þar af 14,93% útsvar) |
Prósenta í 3. þrepi: |
46,25% (þar af 14,67% útsvar) |
46,28% (þar af 14,93% útsvar) |
Tekjuskattur einstaklinga |
2023 |
2024 |
||
Á ári |
Á mánuði |
Á ári |
Á mánuði |
|
Þrepamörk upp í miðþrep |
4.919.833 |
409.986 |
5.353.634 |
446.136 |
Þrepamörk upp í háþrep |
13.812.143 |
1.1.51.012 |
15.030.014 |
1.252.501 |
|
||||
Persónuafsláttur |
715.981 |
59.665 |
779.112 |
64.926 |
Skattleysismörk tekjuskattsstofns |
2.276.570 |
189.714 |
2.474.942 |
206.245 |
Skattleysismörk launa* |
2.371.472 |
197.619 |
2.578.065 |
214.839 |