Vert er að benda félagsmönnum á þessi þrjú vefnámskeið sem verða hjá SÍMEY í nóvember. Með því að smella á heiti námskeiðanna hér fyrir neðan má bæði skrá sig og fá nánari upplýsingar um þau.
Skýjageymslur – Vefnámskeið, kennt 9. nóvember milli kl. 17.00 og 18:00. Leiðbeinandi Hermann Jónsson, fræðslustjóri www.taekninam.is
Út í heim með húsaskiptum – Vefnámskeið, kennt 16. nóvember milli kl. 17.00 og 19:00. Leiðbeinandi Snæfríður Ingadóttir fjölmiðlakona sem hefur á undanförnum árum gert fjölmörg húsaskipti, bæði innanlands og utan, og skrifað handbók um efnið.
Þín hleðsla – Vefnámskeið, kennt 23. nóvember milli kl. 17.00 og 18:15. Leiðbeinendur: Margrét Lára Viðarsdóttir, sálfræðingur og íþróttafræðingur, og Einar Örn Guðmundsson sjúkraþjálfari. Þau reka fyrirtækið Sjálfsagi sem býður upp á fræðslu um andlegt og líkamlegt heilbrigði.
Félagsmenn í stéttarfélögunum Einingu-Iðju, Kili og Sameyki sækja fjölmörg námskeið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnir SÍMEY aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.