SÍMEY - námskeiðið skrifað frá hjartanu

Í vetur býður SÍMEY upp á fjöldamörg námskeið sem eru bæði starfstengd og tengd áhugamálum hvers og eins. Fjölmörg námskeið og námsleiðir eru í boði og geta áhugasamir m.a. kíkt hér til að sjá hvað er í boði. 

Í febrúar hefst námskeið í skapandi skrifum, ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á að þjálfa sig í ritun margs konar texta.

Markmiðið er að þátttakendur hafi að námskeiði loknu öðlast færni, sjálfstraust og kjark til þess að koma frá sér skrifuðum textum af ýmsu tagi.

Viðfangsefni: Farið verður yfir helstu hugtök innan bókmenntafræði, fjallað um fjölbreyttar textagerðir, skáldsögur, smásögur, barnabækur, ljóð, fræðilega umfjöllun o.fl. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið

Félagsmenn í stéttarfélögunum Eining-Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Námskeiðið er öllum opið og minnir SÍMEY aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.