Vert er að benda félagsmönnum á þetta námskeið hjá SÍMEY sem verður í næstu viku. Með því að smella á heiti námskeiðsins hér fyrir neðan má bæði skrá sig og fá nánari upplýsingar um það.
Ræktað undir ljósi - vefnámskeið
Farið er fyrir handhæg ráð sem gera alla að sérfræðingum í inniræktun. Á námskeiðinu er farið yfir árangursríkustu aðferðirnar í inniræktun nytjaplantna. Hvaða gerðir af lýsingu sé best að nota, hvernig plöntur er hentugast að velja til inniræktunar og hvaða rými henta best til þeirrar ræktunar.
Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen. Auður er garðyrkjufræðingur af garðplöntubraut og vann við ræktun pottaplantna í áravís.
Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining-Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.
Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.