Vert er að benda félagsmönum aftur á að fjölmörg námskeið eru í boði hjá SÍMEY á haustönn. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu SÍMEY, þar fer skráning einnig fram.
Félagsmenn í stéttarfélögunum Einingu-Iðju, Kili og Sameyki sækja námskeiðin sér að kostnaðarlausu.
Námskeiðiðn eru öllum opið og minnir SÍMEY aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Sem dæmi um námskeið á næstunni má t.d. nefna:
Fjármál við starfslok | vefnámskeið 13. september
Vínylskurður i FabLab | Akureyri 18. og 19. september
Vetrarforði - grænmetisuppskeran | Vefnámskeið 21. september
Að búa til þinn eigin krans | Dalvík 23. september og Akureyri 3. október
Laserskurður í FabLab | Akureyri 25. og 26. september
Fræ er fjársjóður | vefnámskeið 27. september
Rötun og notkun GPS tækja | Akureyri 30. september og 1. október