SÍMEY - Frítt námskeið fyrir félagsmenn um menningarnæmni

Vert er að benda aftur á að námskeiðið Menningarnæmni: Að skilja og virða ólíka menningu gesta verður miðvikudaginn 13. nóvember nk. í SÍMEY. Milli kl. 9 og 12 verður námskeiðið kennt á íslensku en milli kl. 16:15 og 19:15 verður það á ensku. Námskeiðið er sérstaklega ætlað starfsfólki í ferðaþjónustu á Norðurlandi, en félagsmenn taka þátt sér að kostnaðarlausu.

Námskeiðið byggir á hagnýtum ráðum og aðferðum til að auka menningarnæmni og stuðla að jákvæðum samskiptum. Menningarnæmni snýst um að þekkja, virða og kunna þær samskiptareglur og -hegðun sem gilda annars staðar. Hér er ekki verið að tala um persónuleika einstaklinga heldur menningu þjóða.  Fyrirlestrar eru stuttir, áhersla er lögð á gagnvirkar umræður, sýnd myndbönd og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur.

Nánari upplýsingar og skráning