Vert er að benda félagsfólki sem starfar í ferðaþjónustu á námskeið sem verður í SÍMEY 29. apríl nk. Boðið verður upp á námskeiðið á íslensku og ensku.
Um er að ræða námskeiðið ERFIÐIR VIÐSKIPTAVINIR & SAMSKIPTAHÆFNI. Á námskeiðinu fá þátttakendur bæði fræðilega innsýn og hagnýtar lausnir sem hægt er að nýta strax á vinnustað og í daglegu lífi.
Félagsfólk tekur þátt sér að kostnaðarlausu.