Vert er að benda á að í mars hefst í SÍMEY dyravarðanámskeið. SÍMEY hefur umsjón með námskeiðinu, en það er haldið í samvinnu við Einingu-Iðju og lögregluna á Norðurlandi Eystra. Námskeiðið fer fram á tímabilinu 24. mars til 2. apríl 2025, þrjú kvöld í hvorri viku.
Lágmarksaldur: 20 ár
Skilyrði til þátttöku: Enginn getur gengt dyravörslu nema þeir sem lögreglustjóri samþykkir. Nemendur þurfa að hafa hreint sakavottorð.
Þar sem námskeiðið og allt námsefni er á íslensku þurfa þátttakendur að hafa færni að lágmarki á stigi A2 skv. Evrópska tungumálarammanum. Hægt er að taka hæfnimat hér.
Umsókn um þátttöku: Fylla þarf út umsókn til lögreglunnar á NE um þátttöku í námskeiðinu og skila til SÍMEY, Þórsstíg 4.
Nauðsynlegt er að skila passamynd með umsókn.
Auk þess þarf að skrá sig með skráningarhnappi hér fyrir neðan.
Aðilar sem eiga eftir að klára hluta námskeiðs þurfa að skila inn nýrri umsókn.
Skráning og nánari upplýsingar
Skráningarfrestur er til og með 17. mars.
Athugið að námskeiðið er opið öllum og hvetjum við alla til að kanna rétt sinn á endurgreiðslu þátttökugjalds hjá sínu stéttarfélagi.
Félagsmenn Einingar- Iðju geta átt rétt á allt að 90-100% endurgreiðslu námskeiðsgjalds hjá starfsmenntasjóðum
Hægt er að hafa samband við Eining-Iðju og kanna sinn rétt.