Síðasti umsóknardagur um starf hjá félaginu

Laust starf sérfræðings í kjaramálum og verkefnastjóra vinnustaðaeftirlits. Síðasti dagur til að senda inn umsókn er í dag, mánudaginn 17. febrúar.

Eining Iðja leitar að metnaðarfullum og öflugum einstaklingi í starf sérfræðings á sviði kjaramála. Viðkomandi mun gegna lykilhlutverki í að tryggja réttindi launafólks og fylgja eftir kjarasamningum á íslenskum vinnumarkaði. Starfsmaðurinn mun starfa á kjarasviði félagsins ásamt því að vera verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits.

Starfsmaðurinn mun hafa aðsetur á skrifstofu Einingar-Iðju á Akureyri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kjaramál t.d ráðgjöf, útreikningar og úrvinnsla ágreiningsmála.
  • Veita félagsmönnum ráðgjöf um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
  • Vinna að greiningu og túlkun kjarasamninga og vinnumarkaðslaga.
  • Verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits: skipuleggja og samræma vinnustaðaeftirlit í samstarfi við aðildarfélög ASÍ.
  • Skýrslugerð og upplýsingagjöf.
  • Ýmis önnur verkefni.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nám/háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
  • Góð þekking/reynsla á vinnumarkaði, kjarasamningum og vinnurétti er kostur.
  • Reynsla af verkefnastjórnun og/eða eftirlitsstörfum er æskileg.
  • Hæfni í greiningu og úrvinnslu gagna.
  • Góð samskiptahæfni, þjónustulund og færni í að vinna í teymi.
  • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð íslensku og enskukunnátta, kunnátta í öðrum tungumálum er kostur.
 

Starfið er fjölbreytt og krefjandi í lifandi umhverfi þar sem markmiðið er að vinna að bættum kjörum og réttindum félagsmanna. Á skrifstofum Einingar Iðju vinnur öflugt teymi sérfræðinga sem sinna mismunandi verkefnum.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Rut mannauðs-og fræðslustjóri í síma 460 3603 eða á netfangið rut@ein.is

Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2025.

Sótt eru um starfið í gegnum alfred.is