Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýjar reiknivélar sem félagsmenn og aðrir geta nýtt að vild. Reiknivélarnar eru settar upp í hugbúnaðarlausninni GRID sem hjálpar til við að birta töluleg gögn með aðgengilegum og skilvirkum hætti. Reiknivélarnar eru 10 talsins og eiga fleiri eftir að bætast við innan tíðar meðfram þróun á þeim sem fyrir eru. Með reiknivélunum geta notendur m.a. fundið út laun skv. kauptöxtum, séð sínar kjarasamningsbundnu hækkanir og hvaða áhrif þær hafa á launin, reiknað út orlofsuppbót o.fl.
Reiknivélunum er skipt eftir því hvort fólk starfar á almennum vinnumarkaði, hjá sveitarfélögum eða ríki. Eins og áður sagði þá munu fleiri reiknivélar bætast við, t.a.m. þegar nýir samningar á opinberum vinnumarkaði líta dagsins ljós.
Hafa skal í huga að reiknivélar SGS eru einungis til viðmiðunar og með fyrirvara um mögulegar reiknivillur. Allar ábendingar varðandi reiknivélarnar eru vel þegnar og skulu þær berast á netfangið arni@sgs.is.