SGS - Kjaramálafulltrúar komu saman á fræðsludegi

Mynd af vef SGS
Mynd af vef SGS

Í síðustu viku stóð SGS stóð fyrir fræðsludegi fyrir kjaramálafulltrúa aðildarfélaga sinna í samstarfi við ASÍ. Mæting var með besta móti en um 20 kjaramálafulltrúar nutu leiðsagnar Halldórs Oddssonar, lögfræðings ASÍ, við að vinna verkefni sem lögð voru fyrir hópinn. Frá félaginu mættu tveir fulltrúar að þessu sinni, þau Arnór og Rut.

Miklar og góðar umræður sköpuðust um hins og þessi álitamál, enda geta kjarasamningar verið flóknir og kallað á túlkanir um hin ýmsu ákvæði. Fræðsla og virkt samtal getur hins vegar stuðlað að samræmdari þjónustu og upplýsingagjöf og það er von SGS að fræðsla sem þessi stuðli einmitt að því.

Í vetur er fyrirhugað að bjóða upp á reglulega fræðslu fyrir kjaramálafulltrúa, en það kom bersýnilega í ljós á fræðsludeginum að kjaramálafulltrúunum þyrstir í enn frekari þekkingu, enda af nógu að taka þegar kemur að kjarasamningum.