Segjum frá sigrunum

Björn á skrifstofunni fyrir örfáum árum
Björn á skrifstofunni fyrir örfáum árum

Eftir 40 ár í framlínu verkalýðsbaráttunnar er tímabært að hægja á ferðinni - hóflega þó. Í skemmtilegu samtali við Vinnuna, vefriti ASÍ, lítur Björn Snæbjörnsson, fráfarandi formaður Einingar-Iðju, yfir farinn veg en ræðir einnig stöðu og framtíð verkalýðshreyfingarinnar á miklum ólgutímum.

Aðspurður kveðst Björn telja að mjög skorti á að landsmenn geri sér almennt grein fyrir því að helstu stoðir nútíma velferðarríkis séu reistar á réttindabaráttu verkafólks. „Þetta eru ekki verk pólitíkusa. Kjörin og réttindin hafa fengist með linnulausri baráttu. Við höldum þessum árangri ekki nógu vel á lofti. Oft erum við upptekin af neikvæðum hlutum í forustu hreyfingarinnar. Af hverju ættu félagsmenn að vera ánægðir ef forustan er það ekki? Við höfum gert marga frábæra samninga, við höfum náð mjög miklum árangri og við höfum haft afgerandi áhrif á mótun samfélagsins, almenningi öllum til heilla. Auðvitað eigum við að segja frá þessu og standa keik fyrir því sem við gerum og höfum gert.”   

Viðtalið í heild má lesa hér