Samningsumboðið til SGS

Á fundi samninganefndar Einingar-Iðju sem haldinn var í gær var samþykkt að veita Starfsgreinasambandi Íslands samningsumboð félagsins í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og aðra viðsemjendur er tengist þeim kjarasamningum sem félagið á aðild að í gegnum SGS og renna almennt út 31. janúar 2024. Þessir kjarasamningar eru eftirfarandi:

  • Heildarkjarasamningur SGS og SA
  • Kjarasamningur SGS og SA vegna veitinga-, gisti-, þjónustu-, og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi.
  • Kjarasamningur SGS og Landssambands smábátaeigenda og Samtaka smærri útgerða
  • Kjarasamningur SGS og Bændasamtaka Íslands
  • Kjarasamningur SGS og NPA miðstöðvarinnar

Þar sem þetta var fyrsti fundur samninganefndar starfsárið 2023-2024 var farið yfir hlutverk nefndarinnar, Gunnar Magnússon ritari félagsins var kjörinn ritari nefnarinnar og Sigríður Þ. Jósepsdóttir vararitari. Á fundinum var einnig farið yfir samninga sem félagið á aðild að og hvenær þeir losna sem og fulltrúa Einingar-Iðju í vinnuhópum SGS fyrir þessa sömu samninga.