Samninganefnd - rafrænn vinnufundur

Rafrænn vinnufundur í samninganefnd Einingar-Iðju verður haldinn í dag, fimmtudaginn 13. janúar 2022 ,milli kl. 9:00 og 15:00 í gegnum Microsoft Teams.

Þetta verður fyrsti fundur nýrrar samninganefndar félagsins sem kjörin var á rafrænum fundi trúnaðarráðs Einingar-Iðju í nóvember sl. Á fundi stjórnar félagsins í ágúst sl. var samþykkt tillaga að undirbúningi Einingar-Iðju fyrir næstu kjarassamninga. Tillagan var í nokkrum liðum og er fyrstu tveim liðum hennar lokið, þ.e. að deildir komi með tillögur að fulltrúum í samninganefnd og að trúnaðarráð kjósi í nefndina. Næsti liður tillögunar er svo fundurinn sem verður rafrænn á morgun, reyndar gerði tillagan ráð fyrir tveggja daga vinnufundi en vegna Covid var ákveðið að hafa fundinn rafrænan og að hann standi yfir í einn dag. 

50 félagsmenn og níu varamenn skipa nefndina og eru allir nefndarmenn boðaðir á þennan vinnufund þar sem m.a. verður rætt um undirbúning félagsins fyrir næstu kjarasamningaviðræður. Tveir góðir gestir verða með erindi á þessum rafræna fundi, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Róbert Farestveit, sviðsstjóri og hagfræðingur ASÍ. Aðalsteinn mun fjalla um hvernig samningar fara fram, þ.e. undirbúningur þeirra og samningaferl og Róbert mun fara yfir stöðu kjaramála.

Þannig er skipað í nefndina:

  Aðalmenn            Varamenn
Aðalstjórn 7   0
Matvæla- og þjónustudeild           16   4
Opinbera deildin 14   3
Iðnaðar- og tækjadeild 8   2
Frá trúnaðarráði 5   0
Samtals 50   9