Undanfarin misseri hafa komið upp á yfirborðið nokkur mál á íslenskum vinnumarkaði sem sýna að vinnumansal þrífst í íslensku samfélagi. ASÍ og SA lýsa sameiginlega yfir áhyggjum sínum af því að slíkt geti þrifist hér á landi og finna til ábyrgðar sinnar um að gera allt sem er á þeirra valdi til að vinna gegn vinnumansali.
Íslenskur vinnumarkaður er að mestu leyti vel skipulagður enda hafa aðilar vinnumarkaðarins viðhaft mikið og virkt samtal um allt það sem lýtur að sameiginlegum hagsmunum. Stjórnvöld verða svo eðli málsins samkvæmt einnig að axla ábyrgð á samstarfinu sem þar með verður þríhliða sem er sérlega mikilvægt hvað varðar baráttuna gegn brotastarfsemi og markmiðið um að hér á landi þrífist ekki vinnumansal.
Vinnumansal er að mati ASÍ og SA ólíðandi og nauðsynlegt að allt sé skoðað með það að markmiði að uppræta slíka háttsemi.
Áhyggjur ASÍ og SA lúta ekki síst að stöðu erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði enda sýna dæmin bæði hérlendis og erlendis að einstaklingar í viðkvæmri stöðu sem hafa lagt mikið á sig og flutt um langan veg í leit að betra lífi eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir vinnumansali. Sameiginlegir hagsmunir allra eru að tryggja heilbrigðan vinnumarkað sem tekur vel á móti því fólki sem hingað kemur til að vinna.
Með vísan í allt framangreint skora ASÍ og SA á stjórnvöld að grípa svo fljótt sem verða megi til eftirfarandi almennra aðgerða:
ASÍ og SA lýsa því yfir að auk þess að vinna sameiginlega að framgangi framangreinds munu þau vinna að
markvissum aðgerðum á borð við;
26. september 2024
Harpa, Rvk