Á síðasta ári fengu félagsmenn Einingar-Iðju greiddar út rúmlega 378 milljónir úr sjóðum félagsins. Um 221,5 milljónir króna úr sjúkrasjóði, um 90,4 milljónir úr orlofssjóði og um 66,4 milljónir úr fræðslusjóði. Árið á undan var upphæðin rúmlega 358 milljónir.
Sjúkrasjóður
Greiðslur úr sjúkrasjóði Einingar-Iðju til félagsmanna hækkuðu um 11 milljónir á milli ára. Alls fengu 2.128 félagsmenn greitt á síðasta ári úr sjóðnum.
Dagpeningagreiðslur vega mest í upphæðinni en á síðasta ári fengu félagsmenn greidda tæplega 177 milljónir króna í dagpeninga miðað við um 167 milljónir árið 2021. Dagpeningagreiðslur geta verið vegna eigin veikinda, mjög alvarlega veikinda maka eða langveikra og/eða alvarlegra fatlaðra barna.
Aðrar greiðslur úr sjúkrasjóði námu alls tæplega 45 milljónum kr. miðað við um 43 milljónir kr. árið áður. Þarna má m.a. nefna greiðslur vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar og sjúkranudds, viðtöl við sálfræðinga og geðlækna, gleraugnaglerja, heyrnartækja, krabbameinsleitar o.fl.
Fræðslusjóðir
1.031 félagsmenn, 607 konur og 424 karlar, fengu einstaklingsstyrki úr sjóðunum. Þetta er aukning um 55 félagsmenn frá árinu áður. Upphæðin sem greidd varhækkaði um tæpar 6 milljónir og var kr. 66.354.429.