Ástráður Haraldsson, Ríkissáttasemjari og samstarfsfólk hans hjá embættinu, þær Aldís Magnúsdóttir, Bára Hildur Jóhannsdóttir og Elísabet S. Ólafsdóttir funduðu í gær með fulltrúum frá nokkrum stéttarfélögum sem eru með skrifstofur í Alþýðuhúsinu á Akureyri.
Um var að ræða gott spjall þar sem farið var yfir hlutverk og starfsemi embættis ríkissáttasemjara. Jafnframt óskuðu gestirnir eftir að fá að heyra helstu áherslur félaganna varðandi komandi samningavetur, aðstöðuna sem þau fá á skrifstofum Ríkissáttasemjara og margt annað.