Reynslusögur þjónustuþega VIRK

Á heimasíðu VIRK eru allar almennar upplýsingar um starfsemi VIRK og starfendurhæfingarferilinn, upplýsingar fyrir atvinnurekendur og þjónustuaðila VIRK. Auk þess má finna allar helstu grunnupplýsingar um VIRK, viðtöl við atvinnurekendur og þjónustuaðila og reynslusögur þjónustuþega. 

Reynslusögur notenda gefa mikilvægar upplýsingar um þjónustu ráðgjafa stéttarfélaganna og VIRK.  Um er að ræða stutt viðtöl við einstaklinga sem hafa notið góðs af þjónustunni.

Hér má finna reynslusögur þjónustuþega sem birst hafa á heimasíðu VIRK

*****

VIRK ráðgjafar í Eyjafirði

Fjórir ráðgjafar eru starfandi fyrir sjúkrasjóði stéttarfélaganna í Eyjafirði; Helga Þyri sem jafnframt er verkefnastjóri á svæðinu, Katla, Kristín og Nicole. Ráðgjafar VIRK eru starfmenn Einingar-Iðju, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu, og hafa aðsetur á skrifstofu félagsins á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Hægt er að ná í ráðgjafana í síma 460 3600. 

  • Nicole er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík einu sinni í viku.
  • Kristín er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju í Fjallabyggð einu sinnu í viku.

Ágúst Sigurður Óskarsson starfar sem Atvinnulífstengill hjá VIRK. Hann er starfmaður Framsýnar, en starfar fyrir öll stéttarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann er með aðsetur á skrifstofu FVSA á 3. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri í einn til tvo daga í viku. Hann er með síma 464 6608 og netfangið virk@framsyn.is