Yfir jólahátíðina þarf að huga vel að því að réttindi starfsfólks séu virt, sérstaklega þeirra sem vinna í vaktavinnu á hótelum og veitingahúsum. Helstu brotin yfir hátíðarnar snúa að því að fólk fái ekki vinnu í samræmi við starfshlutfall og að breytingum á vaktaplani.
Vaktavinnufólk sem vinnur skv. kjarasamningi SGS og Eflingar og hótel og veitingahúsa ætti að hafa þessi atriði í huga yfir hátíðarnar:
Frídagar um jól og áramót eru:
Í vaktavinnu eru til tvær reglur um greiðslur á þessum dögum. Annarsvegar hjá þeim sem fá vetrarfrí og svo hjá hinum sem ekki eru með vetrarfrí.
1) Yfirvinnu- eða stórhátíðarkaup ásamt óskertum dagvinnulaunum
Greitt er yfirvinnu- eða stórhátíðarkaup fyrir vinnu á rauðum degi auk þess sem starfsmaður heldur óskertum dagvinnulaunum. Við þess konar fyrirkomulag er almennt gert ráð fyrir að starfsmaður sé í fríi á rauðum dögum, nema um annað hafi verið samið eða leiði af eðli starfseminnar.
2) Vaktaálag og vetrarfrí
Greitt er vaktaálag fyrir vinnu á rauðum degi og er það almennt 45% á frídögum og 90% á stórhátíðardögum.
Auk vaktaálags ávinnur starfsmaður sér inn 12 vetrarfrídaga miðað við ársstarf (96 dagvinnustundir m.v. 40 stunda vinnuviku) fyrir almenna frídaga og stórhátíðardaga sem falla á mánudaga til föstudaga. Sé vinnustað lokað á þeim dögum eða frí veitt fækkar vetrarfrídögum samsvarandi.
í kjarasamningi SGS og Eflingar og hótel og veitingahúsa eru ákvæði um vetrarfrídaga vaktavinnumanna vegna rauðra daga: