Meginreglan er sú að einungis á almennum vinnumarkaði þarf ekki að rökstyðja uppsögn, aðrar reglur gilda um starfsfólk sveitarfélaga og ríkis. Framkvæmd uppsagnarinnar á almennum vinnumarkaði skal vera skrifleg og á sama tungumáli og ráðningarsamningur starfsmanns. Þó ber að hafa í huga að starfsmaður á rétt á viðtali um ástæður uppsagnar, óski hann þess. Beiðni um viðtal skal leggja fram innan fjögurra sólarhringa frá því að uppsögn er móttekin. Starfsmaður getur óskað þess að ástæður uppsagnar séu skýrðar skriflega. Ef atvinnurekandi neitar ósk starfsmanns um skriflegar skýringar þá á starfsmaður rétt á öðrum fundi með viðstöddum trúnaðarmanni eða fulltrúa stéttarfélags. Ef brotið er á þessum rétti starfsmanns þá varðar það bætur skv. almennum reglum skaðabótaréttarins.
Heimildir eru sóttar af vinnuréttavef ASÍ