Á Eyjafjarðarsvæðinu er mikil og löng hefð fyrir fiskvinnslu og það er því engin tilviljun að á svæðinu eru tvö af stærstu fiskiðjuverum landsins. Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri í SÍMEY, skrifaði grein um raunfærnimat í fisktækni sem birtist nýlega í vefriti Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Gáttinni.
Í greininni fjallar Kristín m.a. um farsælt samstarf SÍMEY við sjávarútvegsfyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu um raunfærnimat og hvernig það hefur nýst til náms í fisktækni.
Hér má lesa greinina í vefriti Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Gáttinni