Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan samning við ríkið lýkur í dag kl. 9

Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við ríkið mun ljúka kl. 9:00 í dag, mánudaginn 8. júlí. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar sama dag. Hægt verður að greiða að greiða atkvæði í gegnum heimasíðu SGS eða viðkomandi stéttarfélags.

25. júní sl. var skrifað undir nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h.  ríkissjóð og gildir samningurinn frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

Kjósið hér Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki til að geta kosið.

Nálgast má frekari upplýsingar um samninginn og atkvæðagreiðsluna á upplýsingasíðu SGS um samninginn.