Rafrænir kynningarfundir í dag um nýjan samning við sveitarfélögin (skráning í frétt)

3. júlí 2024 var undirritaður nýr kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitafélaga og gildir samningurinn frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

Félagið mun halda tvo rafræna kynningarfundi í dag, mánudaginn 8. júlí 2024. Fyrri fundurinn verður kl. 10:00 og sá seinni kl. 14:00.

Fundirnir munu fara fram rafrænt á Microsoft Teams og þurfa þeir sem ætla að mæta að skrá sig hér svo hægt verði að senda viðkomandi félagsmanni hlekk á þann fund sem valinn er. 

  • Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn stendur yfir frá kl. 12:00 föstudaginn 5. júlí til kl. 9:00 mánudagsins 15. júlí. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar sama dag. Hægt er að greiða atkvæði í gegnum heimasíðu Einingar-Iðju þar sem finna má slóð á kosninguna. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki til að geta kosið.
  • Nálgast má frekari upplýsingar um samninginn og atkvæðagreiðsluna hér.