Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga stendur ný yfir. Atkvæðagreiðslan er sameiginleg hjá þeim 18 aðildarfélögum sem eru aðilar að samningnum og lýkur þriðjudaginn þann 26. september kl. 9:00.
Um er að ræða stuttan samning sem þó felur í sér ýmsar jákvæðar breytingar. Hér má skoða glærukynningu frá félaginu um samninginn og jafnframt er kynningarefni aðgengilegt inni á heimasíðu Starfsgreinasambandsins.
Félagið hvetur alla þá sem starfa eftir þessum samningi til að taka afstöðu með því að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
Eining-Iðja býður upp á fjóra kynningarfundi um nýja samninginn, á Akureyri, Dalvík, Fjallabyggð og Grenivík. Við hvetjum alla félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélagi til að mæta og kynna sér samninginn og auðvitað taka afstöðu með því að taka þátt í atkvæðagreiðslunni um hann.