3. júlí 2024 var undirritaður nýr kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitafélaga og gildir samningurinn frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninginn hófst kl. 12:00 föstudaginn 5. júlí. Henni mun ljúka kl. 9:00 mánudaginn 15. júlí. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar sama dag. Hægt verður að greiða að greiða atkvæði í gegnum heimasíðu Einingar-Iðju.
Nálgast má frekari upplýsingar um samninginn og atkvæðagreiðsluna á upplýsingasíðu SGS
Félagið heldur þrjá rafræna kynningarfundi mánudaginn 8. júlí 2024. Fyrsti fundurinn verður kl. 10:00, næsti verður kl. 14:00 og sá þriðji kl. 17:00.
Fundirnir munu fara fram rafrænt á Microsoft Teams og þurfa þeir sem ætla að mæta að skrá sig hér svo hægt verði að senda viðkomandi félagsmanni hlekk á þann fund sem valinn er.